22/12/2024

Flækingsfuglar á fjarfundi

Í dag, fimmtudaginn 24. febrúar kl. 12:15-12:45, flytur Yann Kolbeinsson, líffræðingur á Náttúrustofu Norðausturlands, erindi sitt: Komur amerískra flækingsfugla til landsins. Fyrirlesturinn er sendur um land allt með fjarfundabúnaði og líka til Hólmavíkur, þar sem hægt er að komast á fundinn í Þróunarsetrinu, Höfðagötu 3. Það eru samtök náttúrustofa í landinu sem standa fyrir slíkum fundum síðasta fimmtudag í hverjum mánuði.