24/07/2024

Fjórðungsþingi útvarpað á netinu

Um helgina verður 51. fjórðungsþing Fjórðungssambands Vestfjarða haldið í Súðavík, en fundinn ávarpa til dæmis Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. Sú nýbreytni verður tekin upp á fundinum að honum verður útvarpað á vef Fjórðungssambandsins www.fjordungssamband.is. Hefst bein útsending kl. 13:00 föstudaginn 1. september. Ekki er vafi á að allmargir hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu. Fjórðungssambandið er frjáls samtök allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, en þátttaka í því er ekki lögbundin.