22/12/2024

Fjölskyldumyndir í albúmum


Á sunnudaginn 17. mars heimsækir sagnfræðingurinn Eggert Þór Bernharðsson Sauðfjársetur á Ströndum og flytur erindið: Fjölskyldumyndir í albúmum. Hefst sögustundin kl. 16:00, en sunnudagskaffi verður á boðstólum á Sauðfjársetrinu frá 14:00-17:00. Flestir hafa reynslu af því að fletta gömlum fjölskyldualbúmum og hafa gagn og gaman af. Í erindinu veltir Eggert Þór Bernharðsson prófessor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands upp ýmsum spurningum sem vaknað hafa við skoðun og könnun á fjölskyldualbúmum frá tiltekinni fjölskyldu, einkum frá árunum 1930 til 1970.

Hugað verður að því hvers konar sögu sé hægt að lesa út úr myndaalbúmum af þessu tagi, hvert sé hugsanlegt gildi fjölskyldumynda, hvað kunni að einkenna þær og hvaða möguleika þær bjóði upp á sem heimildir.

 

Sjónarhornið skiptir máli: Jón Jónsson á Broddanesi sagar rekadrumb!