22/12/2024

Fjöldi verkefna á Vestfjörðum á fjárlög

Sauðfjársetrið fær fé til viðhalds SævangsÍ dag fer fram önnur umræða um fjárlög 2008 á Alþingi Íslendinga og eins og venja er hefur meirihluti fjárlaganefndar lagt fram fjölda breytingatillagna þar sem meðal annars koma fram skiptingar á ákveðnum fjárlagaliðum milli einstakra verkefna. Búast má við að tillögur meirihlutans sem nú eru orðnar aðgengilegar á www.althingi.is verði að veruleika eins og venja er. Fjöldi verkefna á Vestfjörðum og Ströndum fá styrki af fjárlögum að þessu sinni samkvæmt breytingatillögunni, en einnig voru allmörg verkefni í tengslum við Vestfjarðaskýrsluna þegar komin inn í upphaflegu tillöguna að fjárlögum 2008 frá fjármálaráðuneytinu.

Af verkefnum sem tengjast Ströndum má í fljótu bragði finna að Strandagaldur fær 6 millj. til uppbyggingar á þriðja áfanga Galdrasýningarinnar í Árneshreppi, Minjasafnið Kört fær 3 millj. til uppbyggingar, Árneshreppur fær 3 millj. í átak til atvinnusköpunar, Sauðfjársetur á Ströndum fær 3 millj. m.a. til endurbóta á húsnæði sínu í Sævangi, endurbætur á Síldarverksmiðjunni í Djúpavík 2 millj., Skarðsrétt í Bjarnarfirði 2 millj., Strandir byggðasaga fær 1,5 millj. í útgáfu verksins, gamla kjötfrystihúsið á Norðurfirði 1 millj., endurbætur á skemmu á Reyðarhlein á Dröngum 1 millj. og lendingabætur í Selsvör við Bæ í Steingrímsfirði fær 1 millj. 

Fjöldi verkefna á Vestfjörðum fær einnig stuðning, eins og reyndar á landinu öllu, en verkefni tengd Vestfjörðum eru tekin út í yfirlitinu hér að neðan. Ítreka þarf að þetta eru breytingartillögur og sundurliðun á safnliðum, en fjöldi stofnanna er auðvitað á föstum fjárlögum. Athuga þarf að eitthvað gæti vantað í þennan lista strandir.saudfjarsetur.is vegna ókunnugleika og svo hafa ekki allir krókar og kimar tillaganna verið skoðaðir: 

1. Söfn, ýmis framlög (02-919-1.90). Þús. kr.
 2. Harmonikufélag Vestfjarða, harmonikusafn 300
10. Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti, rekstur 2.500
11. Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti, tölvuskráning 1.000

2. Söfn, ýmis framlög menntamálaráðuneytis (02-919-1.98). Þús. kr.
7. Samningur, Galdrasýning á Ströndum 6.000
8. Styrkur til rannsóknarstofnunar og fræðaseturs, Þjóðtrúarstofu 10.000

3. Söfn, ýmis stofnkostnaður (02-919-6.90). Þús. kr.
1. Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum 3.000
8. Galdrasýning á Ströndum, Kistan í Trékyllisvík 6.000
13. Listasafn Samúels í Selárdal, bygging aðstöðuhúss 2.000
14. Melrakkasetur Íslands 3.000
16. Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti, frágangur lóðar 1.000
21. Safnhús í Neðstakaupstað á Ísafirði 5.000
27. Sauðfjársetur á Ströndum, endurbætur og kaup á húsnæði 3.000
33. Sjóminjasafnið Ósvör 6.000
34. Skrímslasetur á Bíldudal 4.000

4. Listir (02-982-1.90). Þús. kr.
5. Kómedíuleikhúsið 1.500
15. Skjaldborg ’08, hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði 1.000
17. Tónlistarfélag Ísafjarðar 1.000

5. Styrkir til útgáfumála (02-983-1.11). Þús. kr.
6. Flateyri 1995, heimildarit 2.000
18. Strandir, byggðasaga 1.500
20. Sögufélag Barðstrendinga, Sögufélag Ísfirðinga og Búnaðarsamband Vestfjarða, rit um Vestur-Barðastrandarsýslu 2.000

9. Ýmis framlög (02-999-1.90). Þús. kr.
11. Holt í Önundarfirði – friðarsetur, viðgerð á húsnæði 1.000
12. Hús og fólk, Flateyri 2.000
40. Vestfirðir á miðöldum 5.000
46. Önfirðingafélagið í Reykjavík, Sólbakkamenning 1.500

11. Ýmislegt, ýmis stofnkostnaðarframlög (02-999-6.90). Þús. kr.

1. Áttæringurinn Vigur-Breiður, viðgerð 1.000
2. Baðklefar við útisundlaug við Hagavaðal á Barðaströnd 1.000
4. Björgunarskútan María Júlía, endursmíði og varðveisla 1.000
8. Eikarbáturinn Sædís, endurmíði og varðveisla 1.000
9. Eikarskipið Guðbjörg ÍS, endursmíð 1.000
32. Látrabjarg, fræðslu- og þjónustusetur 2.000
38. Niðurrif frystihúss í Flatey 10.000
43. Sjóræningjahúsið á Patreksfirði 5.000
48. Skólabúðir á Tálknafirði 3.000
54. Trébáturinn Fengsæll ÍS 83 1.000
65. Vélbáturinn Ölver frá Bolungarvík, endurbygging 1.000

12. Ýmis verkefni (04-190-1.90). Þús. kr.
12. Skrúður í Dýrafirði, bætt aðkoma og aðgengi 5.000

14. Fyrirhleðslur (04-311-1.90). Þús. kr.
1. Vesturland og Vestfirðir 6.000

19. Ýmis framlög (08-399-1.90). Þús. kr.
12. Heilsubærinn Bolungarvík 1.000

21. Gestastofur, söfn og markaðsstarf (10-190-1.42). Þús. kr.
1. Ferðaþjónustan Grunnavík, endurbygging gamallar bryggju 2.000
2. Ferðaþjónustan Grunnavík, menningartengd ferðaþjónusta 2.000
4. Minja- og handverkshúsið Kört 3.000

22. Ýmislegt (10-190-1.90). Þús. kr.
5. Félag um Snjáfjallasetur 3.000
7. Hlein í Reykjarfirði, dýpkun 1.000
11. Reykhólahreppur, samgöngustyrkur út í Skáleyjar og Flatey á Breiðafirði 1.500
17. Víkingar á Vestfjörðum, menningartengd ferðaþjónusta 5.000

24. Lendingabætur (10-336-6.74). Þús. kr.
2. Flatey, Breiðafirði, flotbryggja 2.100
3. Króksfjarðarnes, endurbætur bryggju 1.500
4. Bryggjan Reykjanesi, Súðavíkurhreppi, öryggisljós 500
5. Selsvör við Bæ í Steingrímsfirði 1.000

25. Nýsköpun og markaðsmál (11-299-1.50). Þús. kr.
1. Árneshreppur, átak til atvinnusköpunar 3.000

28. Ýmis verkefni (14-190-1.90). Þús. kr.
1. Arnarsetur Íslands 1.500

 6.10 Húsafriðunarsjóður. 
Bíldudalskirkja     3 m.kr.
Einarshús í Bolungarvík     3 m.kr.
Eyrardalsbærinn í Súðavíkurhreppi     3 m.kr. 
Faktorshúsið í Neðstakaupstað, Ísafirði     1 m.kr.
Gamla kjötfrystihúsið í Norðurfirði á Ströndum     1 m.kr. 
Gamla verslunarhúsið í Króksfjarðarnesi     2 m.kr.
Hólskirkja í Bolungarvík     5 m.kr.
Krambúðin í Neðstakaupstað, Ísafirði     1 m.kr. 
Miðstræti 3, elsta húsið á Bolungarvík     1 m.kr.
Mjallargata 5 á Ísafirði     1 m.kr. 
Pakkhúsið á Flateyri     2 m.kr.
Pakkhúsið á Vatneyri     2 m.kr.
Prestssetrið á Brjánslæk     2 m.kr.
Salthúsið á Þingeyri     6 m.kr.
Síldarverksmiðjan í Djúpuvík á Ströndum     2 m.kr.
Skarðsrétt í Kaldrananeshreppi     2 m.kr.
Skemma á Reyðarhlein á Dröngum á Ströndum norður     1 m.kr.
Skjaldborgarhúsið á Patreksfirði     2 m.kr.
Smiðjan á Bíldudal     1 m.kr.
Staður í Reykhólasveit     1 m.kr.
Stóra-Laugardalskirkja í Tálknafirði     4 m.kr.
Tjöruhúsið í Neðstakaupstað, Ísafirði     1 m.kr.
Tónlistarskóli Ísafjarðar við Austurveg 11, Ísafirði     1 m.kr.
Turnhúsið í Neðstakaupstað, Ísafirði     1 m.kr.
Uppsalir í Selárdal, hús Gísla í Uppsölum     2 m.kr.
Vatneyrarbúð á Patreksfirði     1 m.kr.
Verslunarhúsið í Hæstakaupstað á Ísafirði     5 m.kr.
Vélsmiðjan á Þingeyri     3 m.kr.

902     Þjóðminjasafn Íslands.
       5 m.kr. tímabundið framlag til fornleifarannsókna og nýsköpunar í menningartengdri ferðaþjónustu í Dölum og Barðastrandasýslu 
     3 m.kr. tímabundið framlag til Arnfirðingafélagsins til rannsókna á menningarsögulegum minjum í Hringsdal og nágrenni

451     Símenntun og fjarkennsla.
1.19
Námsframboð og starfsþjálfun í framhaldsskólum og símenntunarstöðvum. 
    
Lagt er til að framlag til símenntunarstöðva á landsbyggðinni verði hækkað og hækka því eftirfarandi níu liðir um 3,7 m.kr. hver:
                1.21 Símenntunarstöð á Vesturlandi.
                1.22
Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
                1.23 Farskóli Norðurlands vestra.
                1.24
Símenntunarstöð Eyjafjarðar.
                1.25
Fræðslumiðstöð Þingeyinga.
                1.26
Fræðslunet Austurlands.
                1.27
Fræðslunet Suðurlands.
                1.28
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
                1.29
Fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyja.
1.22
Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Til viðbótar við framangreinda 3,7 m.kr. hækkun er lagt til að veitt verði 5 m.kr. tímabundið framlag í tvö ár til Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða vegna Suðurfjarða. Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 er jafnframt gert ráð fyrir 5 m.kr. framlagi. Tillagan er hluti af mótvægisaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum af tímabundnum samdrætti í þorskveiðum.       

1.31 Fræða- og þekkingarsetur. 
– Í öðru lagi er gerð tillaga um 6 m.kr. framlag til reksturs Fornleifaskóla Vestfjarða í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. 

989     Ýmis íþróttamál.
6.52 Skíðasvæðið í Tungudal við Skutulsfjörð. Gerð er tillaga um 10 m.kr. tímabundið framlag til uppbyggingar skíðasvæðisins í Tungudal við Skutulsfjörð með hliðsjón af samningum sem gerðir verða um heildarfjármögnun verkefnisins.

16. Ýmis framlög sjávarútvegsráðuneytis (05-190-1.98). Þús. kr.
6. Rannsóknir vegna eldis sjávardýra á Patreksfirði 20.000