22/12/2024

Fermingarguðsþjónusta á sunnudag

Sú hefð hefur skapast að ferming á Hólmavík er um hvítasunnuna sem er einmitt um helgina. Að þessu sinn hefst fermingarguðsþjónustan í Hólmavíkurkirkju á hvítasunnudag 27. maí, kl. 14:00. Að þessu sinni verða fermd sex börn, Birna Karen Bjarkadóttir, Dagrún Ósk Jónsdóttir, Daníel Birgir Bjarnason, Guðjón Þórólfsson, Hadda Borg Björnsdóttir og Lárus Orri Eðvarðsson.