30/10/2024

Fermingar framundan

Síðustu fermingar ársins í Hólmavíkurprestakalli verða nú um næstu helgi þann 17. og 18. júní. Ferming verður í Drangsneskapellu 17. júní, kl. 14:00, en þar fermist Kolbrún Guðmundsdóttir á Drangsnesi. Daginn eftir, þann 18. júní kl. 13:30, verður ferming í Árneskirkju (gömlu kirkjunni) og þar fermist Róbert Hlífar Ingólfsson í Árnesi 2.