29/03/2024

Sturla skrifar um Arnkötludal

„Já, veglagning um Arnkötludal er bráðnauðsynleg." Þetta er fyrirsögnin á grein frá Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra sem vefnum strandir.saudfjarsetur.is barst í dag og er birt hér undir flokknum Aðsendar greinar. Þar ræðir Sturla um vegagerð á svæðinu og staðfestir að ákvörðun um vegagerð um Arnkötludal hefur þegar verið tekin og vegur verður lagður þar. Í greininni, sem má nálgast í heild undir þessum tengli, segir ráðherrann: „Næstu skref verða þau að Vegagerðin mun nú hefja hönnun vegarins og gerð útboðsgagna þannig að hann verði tilbúinn til útboðs á árinu 2007. Framkvæmdir munu hefjast ekki seinna en árið 2008."