23/12/2024

Ferðatorg í Smáralind

Verndari vestfirskrar ferðaþjónustu í essinu sínuNú um helgina er haldið Ferðatorg 2005 í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi. Þar er ferðaþjónusta í einstökum landshlutum kynnt og meðal annars ferðaþjónusta á Vestfjörðum. Hefur töluvert af fólki komið að kynna sér þá fjölmörgu og fjölbreyttu ferðamöguleika og afþreyingu sem í boði er. Heimur kynnti af þessu tilefni val á Ferðafrömuði ársins 2004 og varð Guðrún Bergmann fyrir valinu að þessu sinni. Eins og Strandamenn muna varð Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli fyrstur til að hljóta þennan titil fyrir árið 2003. Þeir sem eru búsettir syðra og hyggjast ferðast um Vestfirði og Strandir í ár ættu að kíkja við á Vestfjarðabásnum, en einnig er hægt að skoða vefina www.holmavik.is/info og www.vestfirdir.is.