19/04/2024

Félagsvist á fimmtudaginn

Félagsvist verður á Hólmavík fimmtudagskvöldið 22. febrúar og hefst kl. 20:00 í Félagsheimilinu. Það er hópur unglinga sem æfir körfubolta með Geislanum sem stendur fyrir vistinni sem er hluti af þriggja kvölda keppni. Verið er að safna fyrir utanlandsferð í júní næstkomandi. Aðgangseyrir er 500 fyrir 7 ára og eldri. Engin skylda er að mæta öll kvöldin og verðlaun eru veitt fyrir hverja keppni fyrir sig og líka fyrir samanlagðan stigafjölda eftir þrjár keppnir.