22/12/2024

Félagsstarf eldri borgara að fara af stað

Í fréttatilkynningu frá sveitarfélaginu Strandabyggð kemur fram að félagsstarf eldri borgara í Strandabyggð hefst á ný eftir sumarleyfi í dag, þriðjudaginn 16. september. Starfið verður alla þriðjudaga í Hlein í vetur frá kl. 13.00-16.00 og leiðbeinandi er sem áður Lilja Sigrún Jónsdóttir.