22/12/2024

Félagsmálanámskeiðið

Eins og fram kom hér í frétt í gær stendur fyrir dyrum félagsmála-námskeið á Hólmavík 4. og 5. apríl sem Ungmennafélag Íslands og Bændasamtökin standa fyrir. Í fréttinni í gær furðaði fréttaritari sig á að Búnaðarsamtök V.-Hún. stæðu fyrir námskeiðinu á Ströndum, en nú hefur komið í ljós að um var að ræða villu í dreifibréfinu og það er að sjálfsögðu Búnaðarsamband Strandamanna sem stendur að námskeiðinu með Héraðssambandi Strandamanna. Skráning er opin hjá Vigni Pálssyni í netfangi vsop@snerpa.is. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur Strandamenn til að fjölmenna á námskeiðið og fræðast um félagsstörf, fundarstjórn og þjálfa sig í framkomu – menn læra aldrei of mikið um hegðun, atferli og framkomu!