14/06/2024

Fé heimt af fjalli

Kindur í rétt að haustiNokkuð víða um Strandir hafa menn verið að heimta fé af fjalli síðustu vikuna, en líklega hvergi meira en í Bjarnarfirðinum, eins og kemur fram í bréfi sem vefritinu strandir.saudfjarsetur.is barst frá Árna Þór Baldurssyni í Odda. Ingi Vífill og Birna, bændur á Kaldrananesi, fengu til dæmis tvö hrútlömb sem Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum náði þar þann 17. desember. Við það bættust tvö önnur hrútlömb hjá Hveravík, en Brandur var mættur þar með hund til að ná þeim í gær.

Bændur í Odda voru líka að heimta þrjú lömb sem Kristján Guðmundsson sá í svokallaðri Deild á dögunum. Hafa þau komið niður rétt hjá Ásmundarnesi og náðust þar 19. des. Ennfremur var farið norður í Kaldbaksvík að gá að kindum eða hvort eitthvað hefði komið niður þar. Farið var fram í Kaldbaksdal og í botninum á dalnum fundust þrjár veturgamlar ær með þrem lömbum og vel tókst vel að koma þeim úr dalnum og handsama þær.

Við þetta má svo bæta að ekki er langt síðan Birkir Stefánsson í Tröllatungu fann 3 ær og lamb á Heiðarbæjarheiði og um síðustu helgi náði Reynir Stefánsson bóndi í Hafnardal við Djúp 7 kindum í hús.