20/04/2024

Færðu íbúum Árneshrepps ljóð og upplestur

Krakkarnir í Finnbogastaðaskóla á Ströndum stóðu fyrir skemmtilegu uppátæki á Degi íslenskrar tungu í gær, 16. nóvember, sem gladdi íbúa Árneshrepps. Fóru þeir um sveitina og færðu íbúum ljóð og upplestur heim á bæ og þar sem það var við vinnu sína. Fólk var við ýmsa iðju þegar krakkana bar að garði, m.a. að rýja fé, búa til tólg og vinna á bryggjunni. Allir kunnu vel að meta upplesturinn og ljóðin og þetta var mjög ánægjuleg og skemmtileg aðferð við að minna fólk á þennan merkilega dag.

Á heimasíðu krakkanna í Finnbogastaðaskóla www.strandakrakkar.blog.is eru margar skemmtilegar myndir sem tala sínu máli.