22/12/2024

EM í beinni á Galdrasafninu á Hólmavík

Evrópumótið í í handbolta hefst næstkomandi fimmtudag í Noregi. Íslenska liðið keppir þar að sjálfsögðu á meðal hinna bestu og mæta sænska landsliðinu í fyrsta leik sínum n.k. fimmtudag. Allir leikirnir Íslendinga í riðlinum verða sýndir beint í Sjónvarpinu og einnig á Galdrasafninu á risatjaldi. Þangað eru allir velunnarar íslenska liðsins á Ströndum hvattir til að mæta og fylgjast með átökum þeirra í Þrándheimi. Sigurður Atlason hjá Strandagaldri heldur því fram að íslensku strákarnir í liðinu hafi sýnt það og sannað í gegnum tíðina að þeir einir verðskuldi titilinn íslenskir galdramenn og fái því sérstakan sess á Galdrasafninu meðan á EM stendur. Leikir íslenska landsliðsins í riðlakeppninni er eftirfarandi:

 

Ísland – Svíþjóð, fimmtudaginn 17. janúar kl. 19:15
Útsending á Galdrasafninu hefst kl. 18:00 – EM-stofan þar sem hitað er upp  fyrir leikinn

Ísland – Slóvakía, laugardaginn 19. janúar kl. 17:15
Útsending á Galdrasafninu hefst kl. 16:45 – EM-stofan þar sem hitað er upp  fyrir leikinn

Ísland – Frakkland
, sunnudaginn 20. janúar kl. 17:15
Útsending á Galdrasafninu hefst kl. 16:45 – EM-stofan þar sem hitað er upp  fyrir leikinn