22/12/2024

Einn ráðherra og tveir smalar úr Stóru-Ávík

Ljósm. frá ráðuneytinuHrafn Jökulsson rithöfundur gekk á dögunum á fund Einars Kristins Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að ræða málefni Árneshrepps þar sem Hrafn býr. Einar Kristinn var á sínum tíma fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem fól í sér að grípa til sérstakra aðgerða til að styrkja byggð og búsetu í hreppnum. Það er skemmtileg tilviljun að Jón E. Guðmundsson bílstjóri Einars var eins og Hrafn smali í Stóru-Ávík á sínum tíma þótt ekki hafi þeir verið samtíða þar. Ráðherrann og bílstjórinn lesa nú báðir um lífið í Árneshreppi í bók Hrafns Þar sem vegurinn endar sem kom út fyrir jólin og fékk góða dóma.