22/12/2024

Einkasýning Birtu Guðjónsdóttur á Bryggjuhátíð

Birta Guðjónsdóttir er einn af þeim listamönnum sem sýna verk sín á Bryggjuhátíðinni á Drangsnesi þann 18. júlí 2009. Birta er myndlistarmaður og býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA-gráðu frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands og með MA-gráðu í myndlist frá Piet Zwart Institute í Rotterdam, Hollandi. Birta vinnur með ýmsa miðla, aðallega ljósmyndir.

Ljósmyndaverkin, sem Birta sýnir á Bryggjudögum í Drangsnesi, byggja á tengslum mannsins við náttúru og fjalla um ferðalög, leiðina að heiman og leiðina heim. Þessi viðfangsefni hafa verið henni hugleikin upp á síðkastið og er það Birtu sérlega ánægjulegt að sýna þessi verk á Ströndum en föðurfjölskylda hennar er ættuð þaðan.

Verk Birtu Guðjónsdóttur hafa verið sýnd víða, s.s. á einkasýningum hennar í Listasafni Reykjavíkur, Gallery Turpentine í Reykjavík, Suðsuðvestur í Reykjanesbæ, Listasal Mosfellsbæjar og De 5er í Rotterdam. Af samsýningum má nefna sýningar í Trygve Lie Gallery í New York, BUS Gallery í Melbourne, Ástralíu, Nýlistasafninu(Grasrót ´03) í Reykjavík, Kaliningrad State Art Gallery í Rússlandi og í Glasgow Project Room, Skotlandi.

Birta hlaut styrk úr Listasjóði Dungal á síðasta ári. Birta er jafnframt sýningarstjóri og starfaði áður sem slík í
samtímalistasafninu SAFN í Reykjavík og sýningarýminu 101 Projects í Reykjavík. Hún rekur sýningarýmið Gallerí Dvergur auk þess að starfa sem sýningarstjóri að fjölda sjálfstæðra sýninga og verkefna.

Heimasíða Birtu Guðjónsdóttur:  www.this.is/birta