23/12/2024

„Ég er rangur maður“ vinsælasti öskudagssöngurinn

Það var mikið um að vera á Hólmavík í dag, þegar krakkar á öllum aldri þrömmuðu á milli fyrirtækja og stofnana og sungu fyrir nammi. Sums staðar var meira að segja hægt að fá harðfisk. Vinsælasta lagið á söngskránni var Ég er rangur maður, á röngum tíma, í vitlausu húsi, en Bahama var líka býsna vinsælt. Það var líf og fjör í bænum allan daginn, enda var starfsdagur í skólanum og krakkarnir í fríi. Ef öskudagur á 18 bræður veðurfarslega séð, þá verður kalt og stillt næstu vikur.

Fjör á öskudag

atburdir/2010/580-oskudagur5.jpg

atburdir/2010/580-oskudagur3.jpg

atburdir/2010/580-oskudagur1.jpg

Öskudagssöngur á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson