22/12/2024

Efniviður í vörðu til framtíðar úr ólíkum áttum

Fjöldi gesta og þátttakenda á sýningunni Stefnumót á Ströndum tók með sér stein í vörðu til framtíðar sem reist var á Hólmavík í gær. Það voru fjórir ættliðir Strandamanna sem hlóðu vörðuna, Sverrir Guðbrandsson eldri, Guðbrandur Sverrisson, Sverrir Guðbrandsson yngri og Jakob Ingi Sverrisson. Steinar í vörðuna komu alls staðar frá á Ströndum, einnig komu steinar frá Bolungarvík og úr Reykhólasveit, einnig frá Borgarnesi og Vestmannaeyjum, svo dæmi séu tekin. Þá eru steinar frá Bessastöðum í vörðu til framtíðar, en bæði Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff komu með stein til að leggja í púkkið. Sérlegur ljósmyndari Stefnumóts á Ströndum, Ágúst G. Atlason, tók meðfylgjandi myndir af vörðunni og hleðslumeisturunum í gær.

0

bottom

atburdir/2009/400-vardan3.jpg

atburdir/2009/580-vardan1.jpg

atburdir/2009/400-vardan1.jpg

Forsetahjónin leggja stein í vörðuna – Ljósm. Ágúst G. Atlason