Categories
Frétt

Markaðsdagur hjá Strandakúnst

Stórsýningin Stefnumót á Ströndum er opin alla daga til 15. september frá 13:00-17:00 og geta áhugasamir skoðað þessa fróðlegu og skemmtilegu sýningu. Handverks- og veitingatjald Strandakúnstar sunnan við Félagsheimilið er einnig opið í dag og á morgun og þar er handverksmarkaður Strandakúnstar staðsettur í dag og jafnframt hægt að kaupa sér kaffisopa og nýbakaðar kleinur. Á mánudaginn er síðan fyrirhugaður almennur markaðsdagur í tjaldinu frá 13:00-17:00 þar sem fólk getur komið með afurðir sumarsins og selt sjálft sínar vörur, eins og  td.  ber, sultutau, grænmeti, fjallagrös og hvaðeina. Ekki þarf að panta neitt fyrirfram en upplýsingar gefur Ásdís Jónsdóttir í síma 694-3306 .