22/12/2024

Dýrin í Hálsaskógi sýnd 9. apríl

Fjórða sýning á leikritinu Dýrin í Hálsaskógi verður í Félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudagskvöldið 9. apríl og hefst kl. 19:00. Búið er að sýna leikritið tvisvar áður á Hólmavík og einnig var farið í leikferð í Króksfjarðarnes og eru á fjórða hundrað áhorfendur búnir að sjá stykkið. Verkið er samvinnuverkefni Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur (www.holmavik.is/leikfelag) og er uppsetningin styrkt af Menningarráði Vestfjarða. Allir sem eiga eftir að sjá þessa skemmtilegu uppfærslu eru hvattir til að mæta á sýninguna.