11/10/2024

Drög að svæðisskipulagstillögu tilbúin

Á vefnum samtakamattur.is kemur fram að drög að svæðisskipulagsáætlun fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð liggja nú fyrir. Svæðisskipulagsnefnd ákvað á fundi sínum um miðjan júní að kynna drögin óformlega á netinu í sumar og óska eftir ábendingum frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum fyrir 12. ágúst  Eftir þann tíma verður unnið úr ábendingum sem kunna að berast og gengið frá tillögu til formlegrar kynningar samkvæmt skipulagslögum.

Í drögunum eru settar fram tillögur um:

  • Framtíðarsýn sem lýsir, í stuttu máli, þeim árangri sem sveitafélögin vilja ná á næstu 15 árum.
  • Leiðarljós sem sveitarfélögin munu hafa í hávegum við það starf.
  • Svæðismark sem dregur fram þau sérkenni svæðisins sem sveitarfélögin eru sammála um að viðhalda og styrkja
  • Sóknarmarkmið fyrir áherslugreinar svæðisskipulagsins; landbúnað, sjávarnytjar og ferðaþjónustu.
  • Stefnu um landnotkun og grunngerð sem styður við sóknarmarkmiðin og er til nánari útfærslu  í aðalskipulagi sveitarfélaganna og deiliskipulagi einstakra svæða.

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillöguna í sumar og senda ábendingar fyrir 12. ágúst til Matthildar Kr. Elmarsdóttur verkefnisstjóra hjá Alta. Ábendingar má senda með tölvupósti til matthildur@alta.is eða með bréfpósti til Alta, Ármúla 32, 108 Reykjavík.