15/04/2024

Djúpavík komið á Sigur Rósar póstkort

Hljómsveitin Sigur Rós hefur gefið út póstkortaröð í tilefni af hljómleikaferð sveitarinnar um landið í sumar sem telja sjö póstkort. Sigur Rós lék tónlist sína á sjö mismunandi stöðum á landinu á ferð sinni og þar á meðal í síldarverksmiðjunni í Djúpavík. Hvert póstkort hefur mynd frá öllum stöðunum og eru unnar af Jónsa, söngvara sveitarinnar. Myndin til minningar um Djúpavíkurtónleikana í sumar er að sjálfsögðu af verksmiðjunni í öllu sínu veldi. Hægt er að kaupa póstkortin á sölusíðu Sigur Rósar og pakkinn með sjö póstkortum kosta um 850 krónur með sendingarkostnaði.