22/12/2024

Díónýsía í Djúpavík

Í gær hófst grasrótarframtak þátttakenda í verkefninu Díónýsía, en því er ætlað að tengja saman skapandi fólk í borg og dreifbýli, hvar sem það er statt í veröldinni. Átta litlir hópar listamanna munu setjast að í 10 daga á nokkrum stöðum á landinu og vinna að verkefnum og dagskrám í samvinnu við íbúana. Einn hópurinn mun hafa aðsetur í Djúpavík á Ströndum og verður verkefnið skrásett og stefnan er að setja upp sýningu á afrakstrinum í Reykjavík í haust og jafnframt að gefa út bók um það. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.this.is/dionysia.