19/09/2024

Deiliskipulag fyrir Klúku

Tillaga að Deiliskipulagi í landi jarðarinnar Klúku í Kaldrananeshreppi  hefur verið lögð fram til sýnis í útibúi KSH á Drangsnesi. Skipulagstillagan nær til svæðis sem afmarkast að austan og vestan af landamerkjum jarðarinnar Klúku. Suðurmörkin er þjóðvegur nr. 643 og norðurmörk liggja milli hæðarlínanna 60 til 80 m.y.s. Um er að ræða tíu frístundahúsalóðir, tjaldsvæði með aðstöðuhúsi, bílastæði og göngustíga, gistiskála á lóð hótels, hinn magnaða  torfbæ galdramannsinns (Kotbýli Kuklarans) og loks sýningar- og afþreyingarsvæði austast á svæðinu.

Þá má geta þess að gert er ráð fyrir talsverðri skógrækt víða á svæðinu, sem hugsuð er bæði til  skjóls ofan við byggingarlóðirnar og hótelið og ennig til þess að gera svæðið í heild skemtilegra og vistlegra sem útivistarsvæði.

Þá hafa einnig verið sett á skipulagsuppdráttinn mörg örnefni sem gera svæðið enn áhugaverðara til skoðunar.