22/12/2024

Dansleikur á Café Riis í kvöld

Í kvöld verður árshátíð starfsmanna Strandabyggðar haldin á Café Riis. Þar verður án efa mikil gleði og kæti yfir góðum mat og skemmtiatriðum. Gleðin minnkar örugglega ekki kl. 23:30, en þá lýkur borðhaldi og um leið hefst dansleikur sem verður opinn öllum Strandamönnum og öðrum gestum sem þyrstir í fjör og dans. Það er góðkunningi Hólmvíkinga, Sigurður "á vistinni" Gíslason, sem heldur uppi fjörinu ásamt félaga sínum fram á rauða nótt. Aðgangseyrir á dansleikinn er kr. 1.000.- en aldurstakmark miðast við 18 ár.