22/12/2024

Dalabörnin börðust við forynjur

Fjörugar hópur 25 barna yngstu deilda Grunnskólans í Búðardal lögðu leið sína til Hólmavíkur í gær og eyddu þar deginum við þjóðtrúarfræðslu og sundiðkun áður en þau héldu heim í Búðardal að nýju. Börnin stöldruðu við góða stund á galdrasýningunni þar sem starfsfólkið tók á móti þeim og fræddi þau um tilbera og fleira galdratengt. Börnin fengu að sjálfsögðu tilhlýðilega fræðslu um drauga og alla vörn gegn þeim skrattakollum en hópurinn þoldi ekki álagið til enda í baráttu við heilmikinn draug sem lét sjá sig á sýningunni en börnin hlupu í ofboði út í sólskinið, áður en yfir lauk.

Engu að síður þá voru það ánægð börn sem tóku þátt í tilberaleik í galdragarðinum og þau héldu fast um verndarsteininn sinn sem þau ætluð sér örugglega að skilja eftir á miðri Laxárdalsheiði á heimleiðinni svo Strandadraugurinn elti þau ekki alla leið heim. Myndin var tekin af þessum skemmtilegu gestum í galdragarðinum á Hólmavík.Margir skólahópar hafa heimsótt Galdrasýningu á Ströndum í vor og von er á börnum úr Grunnskólanum á Borðeyri á sýninguna í dag.

.

Börnin úr Dölunum áttu góðan dag á Ströndum