23/12/2024

Dagur leikskólans í dag

Í dag 6. febrúar var dagur leikskólans. Af því tilefni fengu allir foreldrar sem mættu á leikskólann Lækjarbrekkur á Hólmavík með sér heim veglegan bækling og börnin buðu foreldrum sínum að snæða með sér morgunverð í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi dagur er haldinn hátíðlegur á öllum leikskólum um land allt og er vonast til að það verði gert ár hvert hér eftir. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is fékk meðfylgjandi myndir sendar frá leikskólanum en vefsíða þeirra er á slóðinni www.123.is/laekjarbrekka.

frettamyndir/2008/580-leikskoladagur1.jpg

Morgunmatur í leikskólanum – Ljósm. frá Lækjarbrekku