30/10/2024

Dagskráin á fullu

Menningardagskráin í Perlunni gengur ljómandi vel og auk þess er aragrúi af fólki að kynna sér sýninguna. Jón Jónsson framkvæmdastjóri Sauðfjárseturs á Ströndum hélt í morgun fyrirlestur um sögusýningu setursins og uppákomur og eins og venjulega vakti hrútaþuklið og furðuleikarnir mikla athygli. Elvar Logi fór á kostum á sviðinu í gerfi Gísla Súrssonar og hljómsveit Gunna Þórðar spilaði undir með Jóni Kr. Ólafssyni sem fór á kostum.

Ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir