22/12/2024

Dagskrá Hamingjudaga komin inn

Á vef Hamingjudaga á Hólmavík er nú búið að birta dagskrá hátíðarinnar fyrir árið 2011. Hún er ekki alveg endanleg, en er þó afskaplega nálægt því. Endilega kíkið á hana með því að smella hér og deilið henni með eins mörgum og þið mögulega getið á Facebook, Twitter og svo framvegis. Dagskráin verður síðan gefin út í "föstu formi" og send með landpóstinum til allra Strandamanna og fjölmargra nágranna þeirra næstkomandi mánudag. Þangað til er rétt að fylgjast vel með á vefnum strandabyggd.is/hamingjudagar.