22/12/2024

Bundið slitlag á Drangsnesveg

Í dag gripu starfsmenn Borgarverks tækifærið á milli haustlægða og unnu hörðum höndum við að leggja seinna lagið af bundnu slitlagi á Drangsnesveg (nr. 645) frá veginum yfir Bjarnarfjarðarháls að Kleifum á Selströnd. Verktakafyrirtækið KNH hefur unnið að vegabótum þarna síðastliðið ár og er verkinu nú að ljúka. Er þá komið bundið slitlag frá Drangsnesi að vegamótum við Bjarnarfjarðarháls, en enn vantar vegabætur á um það bil 6,5 km af Strandavegi (nr. 643) til að bundið slitlag sé milli Drangsness og Hólmavíkur.

Samkvæmt áætlun verður því verki lokið að mestu á árinu 2009, en verkefnið er komið á útboðslista Vegagerðarinnar og merkt þannig að það verði boðið út á þessu ári.