15/04/2024

Búkolla mætti í leikskólann

Börnin á leikskólanum Lækjarbrekku voru ef til vill þau einu sem gerðu sér dagamun á Ströndum á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sl. Þá kom Arnar S. Jónsson í heimsókn og lék ævintýrið rammíslenska um kúna Búkollu. Arnar hafði með sér nokkra fulltrúa frá Playmo til að aðstoða við byrjun og enda leikverksins sem hlaut góðar mótttökur barnanna. Óvenju fjölmennt var á leikskólanum þennan dag því undanfarið hafa nemar í Grunnskólanum á Hólmavík verið í starfskynningu í hinum ýmsu stofnunum þorpsins. Þær sem voru staddar í leikskólanum voru þær Silja Ingólfsdóttir, Silvía Bjarkadóttir og Beatrice Azzani. Hér fyrir neðan gefur að líta nokkrar myndir af gjörningnum.

1

Söguhetjurnar kynntar til leiks.

bottom

Karlsson klæðir sig í fötin, áður en hann leggur af stað í leitina miklu.

Eins og sjá má á glugganum var ágætt að vera inni en ekki úti í kuldanum.

holmavik/leikskolinn/350-bukolla.jpg

"Baulaðu nú, Búkolla mín, hvar sem þú ert!"

holmavik/leikskolinn/350-bukolla5.jpg

holmavik/leikskolinn/350-bukolla6.jpg

Spennan er óbærileg, enda eru skessurnar alveg að ná bóndasyninum saklausa.

Fjölskyldan fagnar í leikslok, en Búkolla bíður róleg eftir því að vera mjólkuð.

Ljósm. Rúna og Sigurrós.