22/12/2024

Búið að opna Steinadals- og Tröllatunguheiði

Búið er að opna vegina um Tröllatungu- og Steinadalsheiðar samkvæmt vef Vegagerðarinnar og er leiðirnar færar fjórhjóladrifnum bílum á meðan þær eru að þorna. Þar með eru sumarvegirnir á milli Reykhólahrepps og Strandabyggðar allar orðnar færar, en Þorskafjarðarheiði var opnuð seint í maí. Reikna má með að nýr heilsársvegur um Arnkötludal leysi þessa sumarvegi að miklu leyti af hólmi nú í haust, en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður sá vegur opnaður í ágúst.