22/12/2024

Bryndís Friðgeirsdóttir gefur kost á sér

Fréttatilkynning:
Bryndís Friðgeirsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í NV kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Bryndís sem býr með fjölskyldu sinni á Ísafirði hefur verið bæjarfulltrúi síðastliðin 15 ár, fyrst fyrir Ísafjarðarkaupstað og síðar Ísafjarðarbæ eftir sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Hún hefur tvisvar tekið sæti sem varamaður á alþingi. Bryndís er kennari að mennt og starfaði í 15 ár sem grunnskólakennari á Ísafirði en hefur gegnt stöðu svæðisfulltrúa Rauða krossins á Vestfjörðum síðastliðin 9 ár.