14/09/2024

Lítur vel út með bláber þetta árið

blaber1agust

Það lítur alls ekki illa út með bláber þetta árið á Ströndum. Hér er fengurinn eftir örstutta berjaferð þann 1. ágúst. Það þarf dálítið að hafa fyrir því að safna fullþroskuðum berjum, en þessi sem tínd voru í Þiðriksvalladal fyrr í dag eru samt ágætlega þroskuð, safarík og bragðgóð. Léttþeyttur rjómi og smá skammtur af sykri gera svo bláberjasmakkið í ágústbyrjun að einni dásemdar upplifun fyrir alla þá sem viðstaddir eru.