22/12/2024

Bryggjuball í Árneshreppi

nordurfjordur

Laugardagskvöldið 22. ágúst verður haldið harmonikkuball á smábátabryggjunni í Norðurfirði. Meðal þeirra sem ætla að þenja nikkuna eru Hilmar Hjartarson, Friðjón Jóhannsson, Valberg Kristjánsson, Linda Guðmundsdóttir og fleiri. Um er að ræða útiskemmtun og gott að hafa það í huga við val á viðeigandi dressi. Ballið byrjar kl. 22:00 og stendur til kl. 2:00, nema allt verði vitlaust, segir í kynningu. Aldurstakmark er 18 ár og miðinn kostar 2.000 krónur. Opið verður á Kaffi Norðurfirði inn í nóttina, þannig að þar verður hægt að leita skjóls og ná í næringu.