22/12/2024

Brim og vatnsveður á Hólmavík

Brim - ljósm. Ásdís JónsdóttirGríðarlegt brim var í óveðrinu í dag á Hólmavík og gekk yfir bryggjurnar á staðnum. Skemmdir hafa orðið á malbiki á smábátabryggjunni og möl og grjóti hefur skolað á land. Á tímabili í dag rigndi sjó á Hólmavík, en vindur fór mest yfir 33 m/s á Hólmavík í kviðum og í 44 m/s á Ennishálsi og í Hrútafirði. Meðfylgjandi myndir sendi Ásdís Jónsdóttir, fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is, en einnig eru ágætar myndir af briminu í dag á www.123.is/mundipals.

Brim

frettamyndir/2007/580-ovedur3.jpg

frettamyndir/2007/580-ovedur1.jpg

Brim á Hólmavík – Ljósm. Ásdís Jónsdóttir