03/01/2025

Breyttur opnunartími um helgina á Sorpflokkunarstöðinni

Breyttur opnunartími verður hjá flokkunarstöð Sorpsamlags Strandasýslu um helgina, en opið verður frá 13-15 á sunnudag, en ekki á laugardaginn eins og venjan er. Móttakan og flokkunarstöðin í húsi Sauðfjársetursins á Skeiði á Hólmavík er einnig opin alla miðvikudaga frá 15-18. Strandamenn hafa sýnt mikinn dugnað við að flokka sorp frá því að aðstaða til þess var opnuð fyrir nokkrum mánuðum.