22/12/2024

Breyttur opnunartími fram til 27. ágúst

Opnunartíma á Café Riis á Hólmavík hefur verið breytt í síðsumarsopnun en til og með sunnudeginum 27. ágúst verður opið alla daga frá klukkan 12:00 – 20:00 nema á laugardögum, þá verður opið eitthvað fram eftir kvöldi. Eftir það verður tekin ákvörðun um hvernig hagað verður til í framhaldinu og verður auglýst síðar. Nokkur fjöldi ferðamanna er á enn á ferðinni og stór hluti þeirra eru erlendir ferðamenn. Undanfarna viku hefur ríflega helmingur gesta Galdrasýningar á Ströndum verið erlendir ferðamenn, en aðsókn þar hefur verið mjög góð það sem af er ágúst. Galdrasafnið á Hólmavík er opið daglega fram til 15. september en þá tekur við vetraropnun. Kotbýli kuklarans og Sauðfjársetur á Ströndum eru opin fram að 1. september.