13/01/2025

Breytt staðsetning á Strandagöngunni

Skíðakappar - ljósm. SAStrandagangan verður haldin á morgun, sunnudag, á Hólmavík, en ekki á Steingrímsfjarðarheiði. Í ár er óvenjumikill snjór, en ekki hefur verið hægt að halda Strandagönguna á Hólmavík síðan snjóaveturinn mikla 1995. Þeir sem ganga 1 km, 5 km og 10 km ganga hring í nágrenni Hólmavíkur þar sem start og mark er við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík. Þeir sem ganga 20 km starta í Staðardal við Hóla og ganga með þjóðveginum til Hólmavíkur og enda við Íþróttamiðstöðina. Því gefst einstakt tækifæri fyrir áhorfendur að fylgjast með göngunni af þjóðveginum.