22/12/2024

Breytingar á tónleikum kóra á Hólmavík


Breytingar verða á fyrirhuguðum kóraskemmtunum á Hólmavík á laugardegi. Ísfirski kvennakórinn kemst ekki á Strandir vegna veðurs og verður því ekki með tónleika í Hólmavíkurkirkju. Drengjakór íslenska lýðveldisins gefur hins vegar ekkert eftir og stefnir ótrauður að því að mæta á svæðið og ætlar að hlaupa í skarðið og halda tónleika í kirkjunni kl.17:00. Aðgangseyrir að þeim er kr. 1.000.- Einnig ætlar kórinn að vera eins og áætlað var á Café Riis um kvöldið (kl. 21:00) með söng og gamanmál. Aðgangur þar er ókeypis.