22/12/2024

Borgarafundir um málefni löggæslunnar

Tveir borgarafundir um málefni löggæslunnar verða haldnir á Ströndum nú eftir helgina. Fundirnir verða haldnir í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi mánudaginn 19. febrúar og í Félagsheimilinu á Hólmavík þann 20. febrúar. Báðir fundirnir hefjast kl. 20:00. Á fundunum verður hið nýja embætti Lögreglunnar á Vestfjörðum kynnt en megináhersla fundanna snýst um að kalla eftir hugmyndum íbúanna um hvaða áherslur þeir vilja sjá í löggæslunni. Einnig verður velt upp spurningum eins og þeim hvernig íbúar geti stuðlað að öruggara umhverfi og hvernig samskipti lögreglu og íbúa geti skipt máli. Fundirnir á Ströndum eru hluti af fundarherferð, en lögreglan heldur einnig samskonar fundi í öllum öðrum þéttbýliskjörnum á Vestfjörðum.