23/12/2024

Bókasöfn í Strandabyggð sameinuð

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að sameina almenningsbókasafnið í Broddanesskóla í Kollafirði og Héraðsbókasafn Strandasýslu á Hólmavík. Á fundi hennar var tekin fyrir beiðni frá fyrrum bókasafnsnefnd safnsins í Broddanesskóla um að ný nefnd yrði skipuð, auk þess sem ársskýrsla safnsins var kynnt. Jafnframt var ákveðið að kanna hvort íbúar vilji að útibú frá Héraðsbókasafninu verði starfandi í Broddanesskóla.

Safnið í Broddanesskóla er að stofni til mjög gamalt, hluti bókaeignar þess kemur frá Lestrarfélagi Tröllatungu- og Fellssafnaða. Stofndagur þess er talinn 13. desember 1845, fyrir nákvæmlega 161 ári, og var það eitt af fyrstu frjálsu félagasamtökum landsins.