22/12/2024

Bókasafnið í kvöld

Héraðsbókasafn Strandasýslu í Grunnskólanum á Hólmavík er opið í síðasta skipti fyrir jól í kvöld frá kl. 20:00-21:00. Eru menn hvattir til að birgja sig vel upp af bókum fyrir jólin svo þeir hafi nú eitthvað að lesa á meðan á jólabylnum sem nú er spáð stendur. Næst verður síðan opið miðvikudaginn 29. desember frá 20:00-21.00.

Vef Héraðsbókasafns Strandasýslu er að finna hér.

Salbjörg les fyrir börnin

Salbjörg les fyrir börnin á bókasafninu