22/12/2024

Bókakynning á Laugarhóli


Sunnudaginn 21. október verður bókakynning á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði og hefst hún kl. 15:00. Tapio Koivukari kynnir bók sína Ariasman – frásaga af hvalföngurum, ásamt þýðanda bókarinnar Sigurði Karlssyni. Tapio Koivukari er finnskur rithöfundur og bókin er söguleg skáldsaga um Spánverjavígin 1615 undir forystu Ara sýslumanns í Ögri. Tapio hefur búið á Vestfjörðum og talar íslensku. Einnig kynnir Eiríkur Örn Norðdal nýja skáldsögu sem heitir Illska. Hún fjallar um helförina og ástina, um Ísland og Litháen, um Agnesi sem elskar Ómar sem elskar Agnesi sem elskar Arnór.