22/12/2024

Boðganga á skíðum á morgun

Boðgangu á vegum Skíðafélags Strandamanna verði haldin á Múlaengi í Selárdal á morgun, þann 18. mars, og hefst kl. 12:00. Keppnin verður með sama fyrirkomulagi og verið hefur undanfarin ár. Þrír eru í hverju liði, á fyrsta spretti er genginn 1 km, á öðrum spretti eru gengnir 2 km og á þriðja spretti eru gengnir 3 km.  Gengið verður með hefðbundinni aðferð.  Raðað verður í liðin þannig að þau verði sem jöfnust að styrkleika. Þeir sem hafa áhuga á að vera með hafi samband við Ragnar í síma 4513592 eða sendi tölvupóst á sigra@snerpa.is fyrir miðnætti. Sjá heimasíðu Skíðafélags Strandamanna.