26/12/2024

Bláskel á Drangsnesi

Áhöfnin á Grímsey ST-2 á Drangsnesi lagði út einn kílómetra af línu til kræklingaræktar síðasta sumar. Nú á föstudaginn voru menn síðan að taka skelina af línunum, flokka hana og setja í sokka. Síðan var skelinni komið aftur fyrir á línunum í sokkunum, en þar verður hún til næsta hausts. Þá verður hún væntanlega komin í þá stærð að hún henti til manneldis. Þessi tilraun lofar góðu, það sem af er, vöxturinn er góður og ásetan þokkaleg. Um það bil 2000 kíló af skel voru tekin af línunni og komið fyrir aftur til áframeldis.

Línan er lögð inni á Steingrímsfirði, sitt hvoru megin við Reykjanesið, ekki langt frá landi. Ef allt gengur eftir verður þetta góð viðbót við þá fjölbreyttu útflutningsvöru sem kemur frá Ströndum og eins verður bláskelin vafalaust á matseðlinum á frábærum matsölustöðum okkar Strandamanna, skolað niður með hvítvínsglasi.

Bláskel

frettamyndir/2008/580-blaskel5.jpg

frettamyndir/2008/580-blaskel3.jpg

frettamyndir/2008/580-blaskel1.jpg

Unnið við kræklinginn – Ljósm. Óskar Torfason