22/12/2024

Björgunarsveitin til hjálpar

Á fimmtudagskvöld og aðfaranótt föstudags fóru meðlimir Björgunarsveitarinnar Dagrenningar tvisvar á Steingrímsfjarðarheiði til aðstoðar fólki sem sat þar fast á bílum sínum. Fyrra úttkallið var kl. 22:40 á föstudagskvöld, en þá voru fjórir bílar fastir vestur við Margrétarvatn. Skafrenningur var á heiðinni og hún orðin ófær og fyllti jafnóðum í förin eftir björgunarsveitarbílana. Fjórir menn á tveimur jeppum fóru í þetta útkall. Var bílunum hjálpað vestur af heiðinni og hélt fólkið för sinni áfram til Ísafjarðar.

Þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í tvö aðfaranótt laugardagsins, eða réttum klukkutíma eftir að fyrra útkallinu var lokið, hringdi lögreglan vegna bíls sem fastur var í Norðdal. Fóru tveir menn á jeppa sveitarinnar, losuði bílinn og komu honum til Hólmavíkur en þar ráðgerði fólkið að bíða morguns þar til Vegagerðin mokaði heiðina. Aðgerðum var lokið laust fyrir klukkan þrjú um nóttina.

Frá þessu er sagt á vef Björgunarsveitarinnar Dagrenningar – www.123.is/dagrenning.