14/11/2024

Bjóða á út skólaakstur í Djúpinu

Fjallað var um tilhögun skólaaksturs í Grunnskólann á Hólmavík næsta skólaár á síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar og þar voru einnig teknir fyrir minnispunktar frá Einari Indriðasyni um ástand skólabifreiða í eigu sveitarfélagsins. Fjallað var um hvort endurnýja þyrfti bílakostinn, hvort skólaakstur yrði með sama sniði og áður eða hvort bjóða ætti aksturinn út. Sveitarstjórn samþykkti síðan að bjóða út skólaaksturinn í Ísafjarðardjúp, en að annar akstur verði með óbreyttu sniði.