30/10/2024

Bjarni hafði betur

Hann var ekki beinlínis öruggur, sigur Bjarna Ómars Haraldssonar á Sigurði Orra Kristjánssyni í tippleik strandir.saudfjarsetur.is síðastliðinn laugardag. Tipparar um allt land fóru reyndar flatt á getraunaseðlinum sem bauð upp á fjölmörg óvænt úrslit og því er það kannski ekki skrítið að úrslitin á einföldum röðum kappanna hafi verið einungis 4-3 Bjarna í vil. Hann heldur því áfram í leiknum, en strandir.saudfjarsetur.is þakka Sigga Orra kærlega fyrir þátttökuna. Siggi hefur þegar skorað á Strandamanninn Andra Frey Arnarsson (Salbjargar Engilbertsdóttur) að glíma við Bjarna í næstu umferð og hefur hann tekið áskoruninni. Úrslit helgarinnar og stöðuna í tippleiknum má sjá hér fyrir neðan:

Staðan í leiknum:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2. Kristján Sigurðsson – 3 sigrar (1 jafnt.)                     
3. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
4. Bjarni Ómar Haraldsson – 2 sigrar
5-6. Jón Eðvald Halldórsson – 1 sigur (2 jafnt.)
5-6. Smári Gunnarsson – 1 sigur (2 jafnt.)
7. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
8. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
9-13. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
9-13. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar
9-13. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
9-13. Jóhann Áskell Gunnarsson – 0 sigrar
9-13. Sigurður Marinó Þorvaldsson – 0 sigrar

Sá sigrar í leiknum sem vinnur flestar viðureignir. Ef keppendur ná jafnmörgum sigrum vinnur sá sem hefur gert fleiri jafntefli. Ef enn er jafnt eftir það gildir meðaltal stiga yfir veturinn. Ef meðaltalið er jafnt (sem væri í hæsta máta ótrúlegt) þurfa keppendurnir að keppa í bráðabana með því að tippa á getraunaseðil.

LEIKIR

ÚRSLIT

BJARNI

SIGGI

1. Newcastle – Blackburn

2

2

2

2. Tottenham – Aston Villa  

X

1

1

3. Bolton – Man. City  

1

2

X

4. Middlesbro – Wigan

2

2

1

5. WBA – Sunderland

2

1

1

6. Birmingham – Portsmouth

1

X

2

7. Norwich – Watford

2

2

1

8. Burnley – Preston

2

1

X

9. Millwall – Wolves

X

2

2

10. Luton – QPR  

1

X

2

11. Leicester – Cardiff

2

2

2

12. Southampton – Ipswich

2

1

1

13. Coventry – Derby

1

X

1

 

 

4 réttir

3 réttir