22/12/2024

Bjarg á vegi í Arnarfirði

Allmikill steinhnullungur varð á vegi manna í norðanverðum Arnarfirði í dag, skammt innan við Hrafnseyri. Þar hafði hann velst niður hlíðina í stórum stökkum og stöðvast á veginum, vegfarendum öllum til ama og leiðinda. Hefði ekki þurft um að binda hefði steinninn sá hafnað á einhverjum ferðalangnum. Þingfulltrúar á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Tálknafirði, sem héldu til síns heima á norðanverðum Vestfjörðum eftir að þinginu lauk í dag, óku einn af öðrum fram á bjargið, eftir að hafa hoppað og skoppað um í holunum í veginum allt frá Bíldudal.

Ljósm. Jón Jónsson